|
Nú sit ég hérna heima og hef það notalegt. Vindurinn gauðar fyrir utan að norðan með tilheyranti nýstingskulad (alveg týpískt íslenskt vorveður). En af hverju sit ég hér? Af hverju er ég ekki á Snæfellsnesi að leika hermann (sem myndi hvort eð er ekki sjást því þannig er stadistahlutverk) í nýrri mynd með Jason Biggs eins og ég ætlaði. Að því liggja nokkrar ástæður: þegar ég var að fara að sofa í gærkveldi frétti ég frá tengiliði okkar í MH að kellingin sem er tengilður Guy X (en það heitir myndin, frekar asnalegt nafn að mínu mati) hafi slökkt á símanum sínum og ekkert látið heyra frá sér. Síðan vissi hann ekki klukkan hvað rúturnar færu sem myndu flytja okkur á Nesið (ég hafði samt heyrt að hún færi klukkan 06:00). Ég sofnaði því í óvissu og þegar ég vakti mömmu og sagði henni frá þessu, þá hafði hún einmitt verið að hugsa hve ógeðslega kalt væri þarna því það er norðangarri sem er enn verri norðar á landinu eins og á Snæfellsneri. Ég fór því bara aftur að sofa og hér er ég og get ekki annað!
skrifað af Runa Vala
kl: 11:22
|
|
|